Ég er alveg sammála því, maður var með hausverk og svitaköst á meðan samræmdu prófunum í grunnskóla stóð, man vel að þó liðin séu 7 ár og tugir prófa, þá hef ég sennilega aldrei verið jafn stressaður á prófum og ég var þá.
Þó er ég búinn ljúka stúdentsprófi, samræmdu stúdentsprófunum í íslensku og ensku (meðan þau voru uppi 2004 og 2005), og hef þreytt 9 sinnum lokapróf í háskóla. En samræmdu prófin 2002 standa upp úr í mínum huga (fyrir utan ansi auðvelt náttúrufræðipróf, vorum fyrsti árgangurinn til að þreyta náttúrufræðiprófið).
Ég er mjög hissa á því að samræmdu prófin hafi verið lögð af.