Umræðuefnið var “Almenningur er leiksoppur”.
Rök Kvennó gengu út á að samfélagið skiptist í tvo hluta, almenning og valdastétt, og að sú síðarnefnda spilaði með almenning. Fyrirtæki, stjórnvöld og ófrjálsir fjölmiðlar væru brúðumeistarar sem stjórnuðu almenningi.
MH tók þann pólinn að ef almenningur vissi af því að hann væri leiksoppur, væri hann það sjálfkrafa ekki. Fólk geri byltingar, hætti að versla við fyrirtæki ofsv. ef það væri ósátt við framkomu þess.
Svona dæmi ég ræðumennina:
Frummælandi Kvennó: Sæmilega öruggur í pontu, flutti ræðuhlutann ágætlega en svörin voru ekki nógu góð.
Meðmælandi Kvennó: Fór í rosalegan karakter (geðveiki gæjinn) en fór ekki nógu langt með það svo það misheppnaðist hálfpartinn.
Stuðningsmaður Kvennó: Hefur keppt í Morfís síðustu 3 ár og bar höfuð og herðar yfir aðra þarna, enda (að ég held) eini maðurinn þarna sem var ekki að keppa í fyrsta skipti. Talaði á mjög yfirvegaðan og rólegan hátt.
Frummælandi MH: Var með góðar og rökfastar ræður, svörin hennar voru góð. Almennt frekar soldið ræðumaður og lítið út á hana að setja.
Meðmælandi MH: Hefur afburðargóðan raddtón og mundi henta mjög vel sem frummælandi í Morfísliði. Seinni ræðan hans kom mjög á óvart, þar sem að hann virkar sem mjög yfirvegaður gæji, en seinni ræðan var í meira lagi gróf.
Stuðningsmaður MH: Var frekar rökfastur, spilaði hlutverk sitt mjög vel (rökfastur en tilfinningaheitur).
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“