Með svona dæmi er þetta yfirleitt ekki spurning um að kunna. Maður þarf bara að vera útsjónasamur og æfa sig í að setja upp jöfnur úr svipuðum dæmum í flestum tilfellum…
Ég myndi gera þetta svona:
1)
Halla er 3x gömul.
Elva 3x-8 gömul.
Fríða er x gömul.
Þetta fæ ég því að ef Fríða er x gömul og Halla er þrisvar sinnum eldri en Fríða, þá hlýtur hún að vera 3x. Jafnframt er Halla átta árum eldri en Elva en Elva er þá 8 árum yngri en Halla, þ.e. 3x - 8. Vitum að samanlagður aldur þeirra er 20 ár svo þetta getum við sett upp í jöfnu:
x + (3x - 8) + 3x = 20
7x = 28 (dró saman)
x = 4 (deildi með sjö).
Af þessu fæst að Fríða er 4 ára, Halla er 3x = 3*4 = 12 ára en Elva er 12 - 8 = 4 ára.
Eins og þú sérð eru svo 4 + 4 + 12 = 20 svo dæmið ætti að ganga upp.
2)
Björn: x
Anna: x + 2
Setjum Björn = x og þá er augljóst að aldur Önnu er x + 2 því hún er sögð tveimur árum eldri en Björn.
Svo fáum við þær upplýsingar að 3*Anna = 4*Björn.
Með Önnu = x + 2 og Björn = x fæst nú jafnan:
3(x + 2) = 4x
3x + 6 = 4x (Margfalda upp úr sviganum)
6 = x (dreg 3x frá hvoru megin við =).
Nú sérðu að Björn er x = 6 ára en Anna er x + 2 = 6 + 2 = 8 ára.
Þetta gengur líka upp því 3*8 = 4*6 = 24.