Mig langar að benda tilvonandi framhaldskólanemum sem finnst kannski það að taka spænsku voða hip og cool, á að það er ekkert sérstaklega praktískur möguleiki. Það eru afskaplega fáir sem fara í háskólanám á Spáni og hvað þá í rómönsku ameríku þar sem skólarnir eru ekki upp á marga fiska. Margir fara hinsvegar til Frakklands eða Þýskalands.
Allir sem útskirfuðust með mér úr framhaldskóla og tóku spænsku sem ég hef tala við um þetta, sjá eftir að hafa valið þetta 3. mál þegar þau horfa fram á háskóla feril sinn og sjá að spænskan á ekki eftir að nýtast.
EN… ef þið hafi sjúklegan áhuga á spænsku og eitthvað, þá endilega veljið það, ef þið eruð að hugsa út í það sem er praktíst og er nokkuð sama um hvað þið veljið, skulið þið íhuga það sem ég er að segja hér að ofan.