Nei hef ekki sjálf, en veit um marga sem tóku þetta á síðasta árinu sínu í framhaldsskóla, þar á meðal besta vinkona mín. Hún fékk alveg mikið út úr þessu. Í mínum skóla var pantaður tími eftir prófið hjá námsráðgjafa og hann fór ítarlega í gegnum niðurstöðurnar og svoleiðis, benti á hvaða nám væri í boði eftir því hvað kom út úr prófinu og hvaða atvinnumöguleikar væru í þeirri grein og þar fram eftir götunum.
Ef þú hefur enga hugmynd um hvað þig langar að gera, þá er þetta sniðugur kostur fyrir þig. Hins vegar ef þú hefur ákveðnar hugmyndir, getur bara ekki valið á milli, þá koma þessar hugmyndir fram í prófinu og þú stendur enn frammi fyrir því að þurfa að velja á milli, fattarðu.
Hefurðu lesið um þessi próf einhversstaðar á netinu?