Lagshorn = Grannhorn?
Hef ekki tekið þennan áfanga sem þú sagðist vera í en ef þetta er eins og í Stæ103 þá geri ég ráð fyrir að þetta sé dæmi með fjórum hornum við skurðpunkt tveggja beinna lína?
Ef svo er eru þetta reglurnar sem þú þarft að kunna:
Hornasumma fjögurra horna, hvert með sinn topppunktinn í skurðpunkti línanna, er 360°.
Summa grannhorna er 180°. (Aftur spyr ég, Grannhorn = lagshorn?)
Stærð topphorna er alltaf sú sama, þ.e. ef A og B eru gefin topphorn þá er A = B.
Nú þarftu bara að setja þetta upp í jöfnuhneppi:
y + 2x = 180°
2y = 3x + 5
Geri ráð fyrir að þú kunnir svo að leysa svona jöfnuhneppi þar sem þú ert að taka þennan áfanga.