Ég tók stöðupróf í ensku, af sömu ástæðu.
Prófið er þríþætt: Lesskilningur, málfræði og ritun.
Lesskilningshlutinn er samsettur úr þremur stuttum textum sem þú lest og svarar síðan spurningum um innihaldið. Málfræðihlutinn eru ca. 4 bls. af krossaspurningum þar sem þú velur rétt orð eða beygingu á orði í setningu. Í ritunarhlutanum veluru síðan annað af tvem uppgefnum viðfangsefnum og skrifar stutta ritgerð.
Ég tel sjálfan mig ekki góðan í ensku og legg lítinn metnað í annað en að geta lesið og talað hana sæmilega og ég náði að fá 103 metinn.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“