Ég er að plana ERASMUS skiptinám næsta haust. Þú getur fundið fullt af upplýsingum á www.ask.hi.is
Það fer samt allt eftir því hvert og hvernig þú ætlar að fara út. Ef þú ætlar með ERASMUS eru frí tungumálanámskeið í flestum löndum (nema löndum þar sem eru mest töluðu tungumálin, t.d. Bretlandi og Þýskalandi).
Svo er það bara að skoða síður skólanna sem þú ert að pæla í. Ef það eru ekki upplýsingar um kennslu á ensku þarftu að senda e-mail á annað hvort alþjóðaskrifstofu skólans úti, einhverja skiptináms deild eða bara beint á deildina sem þú ætlar í. Ég t.d. ætla til Grikklands og ég var búin að senda á einhverja skiptináms deild og fékk engar upplýsingar. Sendi þá bara beint á mína deild og fékk fullt af upplýsingum og hjálp með að velja námskeið.
Ef þú ert eitthvað meira að pæla þá máttu alveg spyrja mig. Ég er búin að sökkva mér frekar mikið ofan í þetta síðustu vikur svo ég er farin að vita ýmislegt :) Annars er þetta mest á ask síðunni.