Ég var sjálf að byrja í Kvennaskólanum í Reykjavík og mér finnst mjög gaman þar. En það eru auðvitað gallar eins og í öllu.
Félagslífið er mjög gott. Nemendafélagið Keðjan stendur fyrir ýmsum viðburðum og skemmtunum fyrir nemendur, m.a. böllum (eins og Busaballið, Eplaballið, Árshátíðin ofl.), ferðum, keppnum og fleira. Til er það sem kallast Peysufatadagur þar sem nemendur í 3.bekk klæða sig upp í gamaldags peysuföt, syngja og hafa gaman í bænum. Í 4.bekk í lok vorannar er svo það sem kallast Dimmision, þá fara nemendurnir í einhverja búninga og gera eitthvað sniðugt.
Kór skólans er mjög virkur og leikfélagið Fúría setur upp góða sýningu á hverju ári.
Námið er svolítið krefjandi en er ekki of mikið samt miðað við aðra skóla. Það er alltaf erfitt samt að koma úr grunnskóla í framhaldsskóla svo þér finnst námið vera kannski of erfitt fyrst. Ég er sjálf á hugvísindabraut og ég finn að það er auðvitað meira að læra, en samt ekki of mikið.
Kvennó er líka einn skólinn sem er að stefna að því að nemendur geti klárað skólann á 3 árum í staðinn fyrir á 4 árum. Það er talið eins og við 1.bekkingar munum gera það, þess vegna er stundaskráin aðeins stífari en hún er venjulega í framhaldsskólum. En þetta er val, svo þeir sem vilja klára á 4 árum (sem er eðlilegur tími) gera það, eins og ég, og þá verður stundaskráin ekki eins stíf, og þú ert ekki í neinu stressi. Það er líka ekki hægt að taka eins mikla valáfanga ef maður tekur það á 3.árum.
Að mínu mati er Kvennó er mjög þægilegur og heimilislegur skóli, það eru flestir góðir vinir, allavega ekki óvinir;) Hann er mjög vel staðsettur, sérstaklega fyrir mig því ég bý bara rétt hjá. Líka því útsýnið er rosa fallegt, Tjörnin er beint fyrir framan skólann svo á góðum degi eins og í dag er gaman að fara niður að tjörn eða labba í bænum í hléinu.
Kvennó er heimilislegur og kósý og kennararnir krefjast mismikils af nemendunum, auðvitað frekar mikils;) Skólinn er eiginlega í 2 byggingum, Aðalbyggingu og Nýbyggingu sem eru fastar saman og svo Uppsölum, en það er bara rétt hjá, aðeins fyrir ofan. Það er gott að hafa 10 mínútna hlé á milli tíma, þá hefur maður góðan tíma til að labba á milli. Og hver kennslustund er klukkutími.