Mér finnst einingakerfið betra, þar sem ég fer inn í skólann sem einstaklingur, ekki sem hluti af hóp.
Ég get ráðið hvað ÉG vil læra, og á mínum hraða! T.d. Stærðfræði og náttúrufræði eru ekki mín sterka hlið, þá passa ég bara að vera bara í einum stæ áfanga á önn (sem er núna búin), og núna er ég að klára nát áfangana. Svo hef ég lika alltaf allavega 1 fag sem mér finnst skemmtilegt á önn.
Ég hef tekið alltaf aðeins fleiri einingar á önn, sem gerir mér kleift að útskrifast einni önn fyrr, eða þá hef ég tíma til að útskrifast af annarri braut. Það er heldur líka lítið mál að skipta um braut ef maður skiptir um skoðun…
Allavega, mér finnst best að ÉG ráði ferðinni.
En annars passar það ekkert fyrir alla… maður þekkir nokkra eilífðarstúdenta, en mér finnst þetta frábært =)