ALDREI byrja ritgerð á “í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um…”.
Ef að þetta er rökfærsluritgerð og þú þarft að finna heimildir og koma með rök fyrir máli þínu, byrjaðu þá á því að benda á punkt og fjallaðu um hann.
Eins og til dæmis einhverntímann í níundabekk átti ég að skrifa ritgerð um það hvað mér findist um það ef að menntaskólaganga yrði skylda. Þá byrjaði ég bara á “Á Íslandi er ekki skylda að fara í menntaskóla.. blablabla..” fjallaði aðeins um þann punkt, fór svo í ‘kringum’ hann og vitnaði/benti á hann síðar í ritgerðinni.
Ef að hinsvegar þetta eru bara skapandi skrif, semsagt þú skrifar og leyfir hugmyndafluginu að ráða þá finnst mér alltaf best að skrifa í 1. persónu og ég læt persónuna allataf útskýra allt sem að hún gerir mjöög náið. Það er oft mikill plús.
Athugaðu samt að það sem að hentar fyrir mig hentar kannski ekki alveg fyrir þig.
If writers wrote as carelessly as some people talk, then adhasdh asdglaseuyt[bn[ pasdlgkhasdfasdf.