Hahaha…MR-stærðfræðin?
Sko, kennarinn gerir ráð fyrir jöfnuhneppi með tveimur óþekktum stærðum á körlum og konum en ég gerði þetta með einni óþekktri stærð og hún sagði að það væri í lagi - vitanlega ekki hægt að gefa mér vitlaust fyrir þetta.
Við höfum karla á fundinum (x) og konurnar, sem eru þrefalt fleiri (3x).
Svo athugaru það að 20 konur fara af fundinum en það er ekki tekið fram að neinir karlar fari, fjöldi þeirra er ennþá x. Það eina sem hefur breyst er að konurnar eru ekki lengur þrisvar sinnum FLEIRI en karlarnir (3x) heldur eru 5 konur fyrir hverja 3 karlmenn, sem sagt 5/3*x.
Skilur þetta núna?
4x - 20 = x + 5/3*x ….sem sagt heildarfjöldi á fundinum mínus þessar 20 konur sem fóru = fjöldinn á fundinum, ein jafna, einföld og auðvelt að reikna úr.
Væntanlega hægt að gera þetta með tveimur óþekktum stærðum og í jöfnuhneppi, eins og y = fólk á fundinum eftir að konurnar fara og þá
4x - 20 = y
8/3 *x = y
Þú skilur…