Ég er að fara að kenna nemanda í 10.bekk (sem einnig er að taka stærðfræði 103) einkakennslu í stærðfræði. Ég er ekkert sérstaklega reyndur kennari (bara kennt vinum og fjölskyldumeðlimum) og er bara 1. árs nemi í eðlisfræði, hinsvegar er ég útskrifaður úr þeim menntaskóla sem hana langar að sækja svo ég ætti að geta undirbúið hana betur undir hvað bíður þar en einhver sem sótti ekki skólann.
-Þannig ég spyr; hefur einhver af ykkur verið í svipaðri einkakennslu eða þekkir eitthvað til og veit hvað er það sem tíðkast að rukka núna fyrir klukkutímann í einkakennslu? Á study.is eru þau að taka 5000 á tímann en þar eru reyndari kennarar svo ég mundi nú verðleggja mig eitthvað lægra.
Það mundi hjálpa mér mikið ef þíð gætuð eitthvað frætt mig um þessi mál.
Takk fyrir.