Þetta er alveg rosalega algengur miskilningur að það sé ekkert félagslíf í hraðbraut. Þetta er styttra, ekki af því að við lærum meira, heldur en er þetta styttra því að við tökum þetta í búta (lotum). Maður þyrfti að vera nett þroskaheftur til þess að meika ekki 3 fögum á 5 vikum. Ég er alveg vel þroskaheftur þegar um er að ræða íslensku en ég fer samt létt með þennan skóla, og ég er ekkert að rúlla upp 10-um.
Síðan það með að þetta sé lítill skóli; af því að fáir þekkjast þegar þau koma þá ‘þurfa’ fólk að kynnast hinum. Þegar -allir- eru að kynnast hvor öðrum þá verður bekkurinn mjög þéttur og náin, jafnvel þó að bekkirnir splittast upp á næsta ári. Ég er núna á öðru ári og ég á helvíti góða vini á bæði fyrsta árinu og öðru árinu, síðan má ekki gleyma þá sem útskrifuðust á seinasta ári. Ég efa um að margir busar í MH/FB/Borgó ect. séu að hanga með fólk á 4 ári eða fólk á annari braut.