Þú gætir notað innskotsaðferðina; hún virkar þannig að þú einangrar eina breytu í einni jöfnunni og fyllir svo inn í seinni jöfnuna með breytunni.
Samlagningaraðferðin virkar hinsvegar þannig að þú margfaldar báðar jöfnunar og færð þannig eina breytuna með sama stuðul, þar eftir leggurðu eða dregurðu aðra jöfnuna frá hinni.
Með samlagningaraðferðinni:
5x-3y+6 = 2x+y
7x-8 = 6x-4y+6
Lögum báðar jöfnunar aðeins (einfalda með því að færa liðina yfir jöfnumerkið):
3x+6 = 4y
x+4y = 14
Við vorum heppin og fengum sama stuðul strax fyrir y-liðinn, núna leggjum við jöfnunar saman (sviginn til að sýna skrefið betur) og svo er einfaldað:
(3x+6)+(x+4y) = (4y)+(14)
4x+6+4y = 4y+14
4x=8
x=2
Svo setjum við x-ið inn í aðra jöfnuna:
x+4y = 14
2+4y = 14
4y = 12
y=3
y=3
x=2