Ég ætla að vera rosalega leim og mæla með öðrum skóla en þeim sem að þú baðst um, Menntaskólanum að Laugarvatni (eða öðrum heimavistarskóla).
ég persónulega vissi ekki einu sinni að þessi skóli væri til áður en fyrrverandi ákvað að fara í hann og ég fór í bæinn. Ég var eina önn í Borgó og þá gafst ég upp á að heyra allar lýsingarnar frá honum um hvað þau væru að gera og hvernig allt væri að ég skellti mér um áramótin. Og ég sé aaaaalls ekki eftir því ! Að fara þangað var besta ákvörðun lífs míns.
Þetta er lítill skóli (150-60 manns) og svona 95% af þeim búa á heimavistinni. byrja á heimavistinni bara.. Þetta er svo gaman, þú kemur þarna og þekkir ekki neinn og á innan við mánuði þekkiru alla og ert búinn að kynnasst öllum bekknum þínum rosalega vel. Busavikan er kannski smá erfið en hún þjappar hópnum alveg rosalega vel saman. Eftir 1-3 mánuði (ég kom inn um áramótin þannig að ég fékk ekki busavígslu meðp hópnum og þá var ég aaðeins lengur að kynnast) var ég búin að eignast fuuuullt af frábærum vinum ! Við viljum ekki hætta í skólanum á vorin því þarna er heimili manns og allir vinir manns. ég byrjaði (og ekki ein) að telja niður dagana þegar það var miðjur júní)
Skólinn: Við erum með fáa kennara og suma misgóða, en þeir eru samt svo frábærir útaf fyrir sig. Flestir kennarar eru strangir á okkur því að þeir fara að þekkja okkur persónulega og jú námið er frekar erfitt og krefjandi (á náttúrubraut allavega, get ekki svarað fyrir hinar) og það reynir rosalega á sjálfsagann að læra heima sjálfur og ekki detta bara í kæruleysi. Við erum með bekkjarkerfi og það er bara frábært. Oft keppnir á milli bekkjanna (snjóstríð oft á veturna t.d. og ýmislegt sem manni dettur í hug.
Hérna er eitt besta og öflugasta félagslíf á landinu (ég get næstum því staðfest það) við erum með böll sem að 400-500 manns sækjast í, náttfataball, þemaböll, og hópferð til akureyrar á söngvakeppnina þar sem við fórum seinast í kringum 60-70 manns saman og ekkert vesen. Síðan eru endalaus spilakvöld, keppnir, bíókvöld, leikhúsferðir, bæjarferðir og bara name it ! allt til að við verðum betri sem hópum og eignumst fleiri vini :)
og tala nú ekki um hvað það er þægilegt að vakna um 10 mín í 8, rölta útí skóla á náttfötunum og fá sér morgunverðahlaðborð á hverjum einasta morgni:)