Kominn inn í MR á hvaða braut veit ég ekki [FOKK UP Á VEGUM MR'S]
9,2 í meðaleinkunn á öllu.
Og þar sem sumir postuðu fjarnámsáfanga, er ég búinn með DAN 103, DAN 203, DAN 303, DAN 403, DAN 503, ENS 103, ENS 203, ENS 303, ENS 403, VÉL 103, TÖL 121 eða samtals 36 einingar!
Bjo úti í Danmörku í mörg ár og byrjaði að taka Dönsku áfanga í sjöuna bekk. Svo tók ég samræmda enska í áttunda bekka og tók eftir það fjarnáms áfanga í ensku. Svo tók ég bara Tölvur 121 og Vélritun til að sleppa við tímum í skólanum
Reyndi alveg við MR og komst alveg í MR - en fokkaman (!) hvað ég er pirraður samt, lægsta meðaleinkunnin í MR var 8,7 og góður vinur minn var með 8,6 og komst ekki.
Þetta er allt fokkans ósamræmdum prófum að kenna, af hverju? Vegna þess að það er ekkert samræmi á milli skóla, 9 úr skóla A er ekkert það sama og 9 úr skóla B - prófin eru miserfið og svo eru kennarar mis örlátir kennaraeinkunnir (geðþóttastuðull kennara) eftir skólum.
8,7 var ekki lægsta inní MR, það er ekki hægt að hlusta á það sem skrifstofunar segja og það er hægt að segja þessi komst ekki inn með þetta og því hlýtur hún að vera þetta. Fólk kemst alveg inn með 7 eitthvað í MR
Í hvaða helli lifir þú, gæskan? Mögulega fólk sem býr í næsta nágrenni, ég veit ekki með það en lægsta meðaleinkunnin á náttúrufræðibraut í MR var 8,7.
Fólk komst ekki inn með 7 eitthvað í ár. Af hverju segirðu það?
1. Skrifstofa MR sagði að 8,7 hefði verið lægsta meðaleinkunnin inn í skólann og ég sé enga ástæðu til þess að efast um að það sé satt.
2. Ég á tvo vini sem komust ekki inn með annars vegar 8,6 og hinsvegar 8,2 í meðaleinkunn.
Bætt við 16. júní 2009 - 19:29 3. Í sjónvarpsfréttum RÚV rétt áðan kom fram að lágmarkseinkunn inná náttúrufræðibraut í MR var 8,7 og 8,5 inná málabraut.
Ætla brjóta ísinn á ‘'ÉG KOMST INN’' ég var með 8.0 í meðaleinkunn, meðmæli frá fagstjóra í íslensku og kennara í stærfræði, samt komst ég nú ekki inn. fokkings fokk… besti vinur minn komst inn með 9.25 (Ég er nottla ánægður með það) samt…
MH, komst inn :D 9,22 í meðaleinkunn … hefði fengið 9,4 ef helvítis sundið hefði ekki verið að þvælast fyrir, en ég efast nú um að það hafi mikið vægi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..