Ég hef reynslu af báðum tungumálunum, en tók mikið fleiri þýskuáfanga þannig að ég kann mikið meiri þýsku.
Bæði tungumálin eru með flókna málfræði, ef þér finnst ekki þeim mun auðveldara að læra málfræði. Í þýsku er, eins og einhver benti á, fullt af sagnadóti sem maður þarf að læra utanbókar og þannig. Í spænsku eru fullt af mismunandi tíðum og erfitt að greina hvenær á að nota hvaða tíð. Held þú komist ekki hjá því að þurfa að læra eitthvað erfitt sama hvort tungumálið þú velur.
Ef þú kannt eitthvað í dönsku, þá myndi ég taka þýskuna vegna þess að málfræðin þar er mjög skyld ísl málfræðinni og orðaforðinn er eins og bland af ísl og dönsku með enskuslettum inn á milli.
Ef þú kannt eitthvað í frönsku ættirðu auðveldara með að læra spænskuna þar sem orðaforði er líkur og ýmis málfræðiatriði eins.
En ég er samt sammála því sem einhver sagði hérna uppi, þú skalt velja það tungumál sem þig langar að meira til þess að læra :)