- Eðl/stæ: Raunvísindi, verkfræðigreinar, ýmislegt. Þekki mann sem fór í sálfræði með stúdent af eðlisfræðibraut. Kemst nánast hvert sem er útfrá þessu. Svo skiptir það máli hvað þú ferð útí í háskóla hvernig framtíðin verður. T.d. er ég að læra efnafræði og fyrir mig gæti verið í boði að kenna, rannsóknir (bæði ekkert of vel borgað) eða vera hjá einhverju fyrirtæki (sem getur verið ýmislegt, sumt vel borgað giska ég á). Svipað með aðrar raungreinar og verkfræði, held ég.
- Líffræði: Náttúrulega ekki slæmt til að fara í líffræði eða læknisfræði, eða aðrar svipaðar greinar (hjúkrun, lífeindafr., lífefnafr.) en dugir örugglega inn í flest nám. Get t.d. nefnt að flestir lífeinda og lífefnafræðingar vinna hjá stöðum eins og DeCode (Íslensk erfðagreining) og á öðrum svipuðum rannsóknarstofnunum. Getur líka farið í ýmislegt útfrá þessum greinum öllum.
- Myndlistir: Getur farið útí listamann sem er náttúrulega bara á einhverjum styrkjum og svo því sem hann fær fyrir verkin, giska ég á. Gætir líka farið útfrá þessu í allskonar hönnun, grafík og fleira og þetta fólk vinnur hjá allskonar fyrirtækjum. T.d. er örugglega ekki slæmt að vinna hjá einhverri auglýsingastofu eða eitthvað. En það þarf náttúrulega hæfileika í þetta.
Sama hvað þú ferð í, það er alltaf hægt að finna bjarta framtíð ef maður velur hana. Og maður getur líka alltaf valið leiðina sem mann langar þrátt fyrir að þurfa að vera fátækur ;)