Ég mæli með MR, betra alhliða nám, þekktur fyrir að vera einn af bestu skólum landsins sem gerir þig einna mest undirbúna fyrir háskóla.
Annars fer þetta allt eftir hverju þú ert að leita. Ef þú ert að leita að tiltölulega friðsömu umhverfi þá er Kvennó lítill skóli þar sem fólk þekkist meira innan skólans, sem er eflaust gaman. Það er líklega megi agi í MR, aðeins meira chill í Kvennó en að sama skapi á að vera betra félagslíf í MR og ég get staðhæft að það er gott þó ég hafi ekki sjálf reynslu af Kvennó.
Hvert viltu samt að sé sérsvið þitt, eftir hverju ertu að sækjast námslega séð? Ef þú vilt vera á náttúrufræðisviði, fara í lækninn eða annað eðlisfræði-/efnafræði- svo ekki sé minnst á stærðfræðitengt þá ferðu hiklaust í MR. Auðvitað er ekki Félagsfræðibraut í MR svo ef þú vilt fara þann veg ferðu í Kvennó frekar, ég veit ekki hver munurinn á málabrautunum í skólunum er.
Bætt við 1. júní 2009 - 11:52
Ég hefði átt að ýta á endurskoða…
þar er betra*, og þekktur*, að hverju þú ert að leita*, meiri agi*, o.s.frv…