Okay, ég skil þig að hneykslast á þessu þegar þú hefur orðið fyrir reynslunni og lent í þessu sjálfur. Þetta er alveg rétt hjá þér. Annars ættiru þá líka að skilja að sumir eru ekkert að pæla í 2. og 3. sætinu þegar þeir eru svo vissir í sinni sök…
En annars er ég forvitin. Hvaða skóli var það sem þú settir í fyrsta? Hæsta meðaleinkunnin sem þurfti inn í skólana var 8,13 í versló (er ég nokkuð viss um) og þú hlýtur þá bara að hafa verið með lélega mætingu í grunnskóla eða gert e-ð af þér, ég tel ekki fræðilegan möguleika að þér hafi verið hafnað með 8,3 ef þú ert góður nemandi í öllu öðru OG með góðar einkunnir á vorprófunum (jú þau gildu 50% inn í skólana þó samræmduprófin væru í fyrra líka) og mætir vel.
Það bara hlýtur að hafa verið eitthvað…
Mér finnst fólk alveg mega búast við að komast inn ef það er með mjög góða meðaleinkunn samt (8,5 t.d.) og hefur mætt vel í alla tíma og allt.
Hvað tókstu mörg samræmd?