Aflátsbréf - Staðfesting á því að syndafyrirgefning hafi verið veitt af þjónum kaþólsku kirkjunnar.
Amtmaður - Sat á Bessastöðum og var æðsta yfirvald Danakonungs á Íslandi eftir erfðahyllinguna 1662 og þar til stiftamtmannsembættið flutti til Íslands. Amtmaður hafði með höndum æðstu stjórnsýslu og framkvæmdavald hér á landi í umboði stiftamtmanns.
Búauðgistefna - Búauðgisinnar héldu því fram að hagsæld byggðist á ræktun jarðarinnar og framleiðslu landbúnaðarvarnings. Kom fram í Frakklandi á 18. öld.
Dýrðarbyltingin á Englandi - Fór fram árið 1688 og var nær blóðsúthellingalaus. Hún hafði það í för með sér að þingið fékk staðfest forræði sitt yfir landsstjórninni. Konungur var bannað að stjórna án vilja þingsins.
Gagnsiðbót - Svar kaþólsku kirkjunnar við gagnrýni Lúthers á 16. öld. Aflátssölu var hætt og meiri kröfur voru gerðar til presta en áður. Kristmunkar störfuðu ötullega við gagnsiðbótina.
Gamli sáttmáli - Með gildistöku gamla sáttmála lýkur þjóðveldinu og Íslendingar verða þegnar Noregskonungs. Í gamla sáttmála (1262/64) er kveðið á um að Íslendingar skuli njóta friðar og íslenskra laga og að hingað skuli árlega sigla sex skip frá Noregi. Ísland er með gamla sáttmála orðið jarlsdæmi í Noregsveldi.
Gildi - Það voru samtök verslunar- og iðnaðarmanna í borgum á miðöldum. Meistarar og sveinar voru félagar í gildum iðnaðarmanna, kaupmenn í gildum verslunarmanna. Hlutverk gildanna var að sjá um að réttindamenn einir starfi við handiðju og að verðlagning væri sanngjörn. Gildin aðstoðuðu félagsmenn sína ef þeir lentu í vanda.
Goði – Æðsti maður á Víkingaöld/þjóðveldis öld á íslandi. Voru oftast ríkir menn og réður mikli, voru bæði í starfi lögréttu og dómstól á alþingi á íslandi.
Grágás - Lagasafn þjóðveldisaldarinnar á Íslandi. Grágás er eitt mesta lagasafn germanskrar þjóðar á eigin tungu.
Gullöld Spánar - Voldugasta ríki Evrópu á 16. öld var Spánn en veldi ríkisins grundvallaðist á nýlendustofnun í Nýja-heiminum og gulli og silfri sem Spánverjur slógu eign sinn yfir og fluttu þaðan og heim.
Krossferðir – Krossferðirnar voru farnar til þess að frelsa Jerúsalem úr höndum múslima, en borgin er heilög borg í augum gyðinga, kristinna og múslima. Múslimar höfðu lengi haldið borginni og það hafði verið friður um það en þegar að Tyrkir (seldsjúkar) tóku borgina árið 1071 þá rændu þeir pílagríma og drápu og þá greip um sig mikil reiði meðal fólks í Evrópu. Páfinn á þeim tíma, Úrban II, notaði tækifærið til þess að eggja þjóðhöfðingja og aðalsmenn til þess að hefna og vinna hið heilaga land úr höndum Tyrkja. Það bar árangur og fjölmennur hópur riddara tók krossinn og hertók Jerúsalem árið 1099. Stofnað var þar nýtt konungsríki kristinna. Alls voru farnar sjö krossferðir. Oftast var það trúarhiti sem leiddi fólk af stað í krossferð en stundum réð hagnaðarvon einnig ferðinni. Krossferðirnar höfðu þær afleiðingar að siglingar og verslun við Miðjarðarhaf jókst mikið. Krossfarar lærðu líka margt af múslímum og kynntust m.a. nýjum matarvenjum, sykurneyslu og lærðu að krydda matvæli.
Kópavogsfundurinn - Fór fram árið 1662. Á fundinum fór fram erfðahylling líkt og farið hafði fram árinu áður í Kaupmannahöfn þegar að Danmörk varð einveldi. Íslendingar urðu að staðfesta það að þeir ætluðu að sýna konungi hollustu.
Húmanismi - Orðið er af latneskum uppruna og þýðir í raun manngildisstefna. Þetta var menntastefna endurreisnarinnar. Leiðin til aukins þroska var talin felast í menntun. Viðteknar skoðanir voru gagnrýndar og menn áttu að taka sjálfstæðar ákvarðanir og til þess þurfti góða dómgreind.
Lögrétta – Starfsvið á alþingi sem breytti lögum, kaus ný lög, hafði samskipti við útlönd og setti ný lög.
Lögsögumaður – Starfsvið á alþingi. Hann stjórnaði fundum og las löginn, hann nýr á hverjum 3 árum.
Medici-ættin - Var ein voldugasta ættin af borgaralegum uppruna á Ítalíu á endurreisnartímanum. Mediciarnir voru vellauðugir og höfðu aðsetur í Flórens.
Náðarvalskenning Kalvíns - Í náðarvalskenningu Kalvíns felst sú hugmynd að örlög manna séu fyrirfram ákveðin af Guði. Sálin fer annaðhvort til himna eða helvítis. Guðrækni, vinnusemi og velgengni í veraldlegu lífi eru til vitnis um að menn séu útvaldir og hafi hlotið náð fyrir augum Guðs. Þeir sem aftur á móti eiga erfitt uppdráttar, til dæmis fátæklingar, eru glataðir.
Teveislan í Boston - Þetta voru í raun mótmæli vegna þess að Ameríkumönnum fannst ósanngjarnt að þurfa að greiða skatt til Englands, um miðja 18. öld, en eiga enga fulltrúa á þingi Englendinga. Farmi þriggja breskra kaupskipa var hent í sjóinn í höfninni við Boston en farmur skipanna var te.
Þrjátíuára stríðið - Helstu orsakir átakanna voru trúardeilur milli kaþólskra og siðskiptamanna. Afleiðingar stríðsins voru hörmulegar, borgir lögðust í eyði og þriðjungur Þjóðverja lá í valnum. Stríðið snerist auðvitað líka um hagsmunadeilur valdhafa í Evrópu og er stríðinu lauk árið 1648 með friðarsamningum í Westfalen var Frakkland orðið áhrifamesta landið í Evrópu en veldi Habsborgara átti sér ekki viðreisnar von.
Þríhyrningsverslun - Evrópubúar sigldu með þræla frá Afríku til nýlendna í Nýja heiminum. Þá keyptu nýlenduherrar í Afríku. Í Ameríku var skipt um farm, þrælarnir sendir til vinnu t.d. á sykurekrum en skipin drekkhlaðin nýlenduvarningi, t.d. kaffibaunum og sykurrey. Nýlendurnar sáu þannig Evrópumönnum fyrir hráefni og einnig peningum til að kaupa munaðarvarning frá Asíu. Þessir viðskiptahættir stuðluðu er fram liðu stundir að iðnvæðingu í Evrópu.
Þrískipting ríkisvalds - Montesquieu sagði að valdsvið ríkisins ætti að skiptast í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Rökin sem mæla með því eru þau að þá kemur ekki til hagsmunaárekstra í valdakerfinu.
Vistarband.
Vögguprent - Öll þau rit sem prentuð voru með aðferð Gutenbergs og komu út fyrir árið 1501 eru kölluð vögguprent.
Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna - Samþykkt á allsherjarþingi allra nýlendnanna í Norður- Ameríku 4. júlí 1776. Þar með slitu enskumælandi nýlendubúar í Vesturheimi sambandinu við England.
Stóridómur - Það voru lög sem staðfest voru á Alþingi árið 1564 og fjölluðu um siðferðisbrot. Samkvæmt stóradómi átti að drekkja þeim konum sem eignuðust barna með nánu skyldmenni eða myrtu barn sitt á laun, en karlmenn sem uppvísir urðu að því sama átti að hálshöggva.