Efni getur undir venjulegum kringumstæðum myndað eitt samgilt tengi fyrir hverja óparaða rafeind á ysta rafeindahvolfi. Tengið er almennt stöðugra ef efnið nær að fylla upp ysta rafeindahvolf sitt.
Fyrir flest dæmi dugar að læra þetta svona:
1. flokkur (alkalíðmálmar og vetni): 1 samgilt tengi
2. flokkur (jarðalkalíðmálmar): 2 samgild tengi
3. flokkur (bórflokkur): 3 samgild tengi
4. flokkur (kolefnisflokkur): 4 samgild tengi
5. flokkur (niturflokkur): 3 samgild tengi
6. flokkur (súrefnisflokkur): 2 samgild tengi
7. flokkur (halógenar): 1 samgilt tengi
8. flokkur (eðallofttegundir): engin samgild tengi
Að baki þessu liggur að efni reyna alltaf að para allar óparaðar rafeindir á sínu ysta rafeindahvolfi og samtímis að fylla upp í þær 8 (eða 2 fyrir H og He) rafeindir sem þar til að efnið sé stöðugt.
Eðallofttegundir hafa nú þegar fullt ysta hvolf og mynda því ekki samgild tengi.
Halógenar hafa 7 rafeindir á sínu ysta hvolfi og vantar því eina til að fylla upp í 8, mynda því eitt tengi.
Bór hefur 3 rafeindir á ysta hvolfi, en myndar ekki 5 tengi sem fylla í áttuna, heldur 3, því það hefur eingöngu 3 rafeindir sem geta parast við utanaðkomandi rafeindir og myndað tengi.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“