Ég leysi svona með innsetningu (þó það séu svosem til aðrar aðferðir).
x*y=4
y=4/x
x+y=32
Innsetning:
x+4/x=32
x-32+4/x=0 (-32 beggja vegna jafnaðarmerkis)
x^2-32x+4=0 (margfaldað í gegn með x)
Slærð þetta inn á vasareikni og færð að x = {31.874507866, 0.125492134}
Svo finnum við y:
y=4/x
prófum bæði gildi x,
y=4/31.874507866=0.125492134
y=4/0.125492134=31.874507866
Svo skemmtilega vill til að niðurstaðan er sú að ef x er hærri talan (31.8) er y lægri talan (0.125) og öfugt.
Síðan var beðið um að reikna 1/x+1/y, þá skiptir ekki hvor talan er valin á hvorn stað, niðurstaðan verður sú sama.
1/0.125492134 + 1/31.874507866 = 8
Ef kennarinn biður um lausnir þar sem tugarbrot eru ekki notuð verðuru að reikna lausn jöfnunnar með annars stigs jöfnunni, en þá færðu að:
x= 16+ rót(252)
x= 16- rót(252)
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“