ok. Ég er í MA á öðru ári og það sem þú þarft til að komast in er að ná öllum samræmdu.
En þar sem þau eru ekki til staðar lengur þarftu líklega að fá 5+ í öllu.
Hversu hátt umfram það fer eftir því hversu mikil aðsókn verður í skólan næsta skólaár því skiljanlega er valið þá bestu fyrst og það er líklega að þeir heleypi akureyringum inn sem voru með 5 í öllu heldur en eitthverjum af landsbyggðinni með 5 í öllu.
En til þess að vera örugg/ur inn þá þarftu að vera með 7 í öllu, og stefndu bara á það því það er það auðveldasta í heimi.
Trúðu mér, þú hlærð að grunnskólanum þegar þú ert búin/n að vera í MA í 2 vetur ;)
Annars, gangi þér vel og ég mæli virkilega með þessum skóla, geðveikur skóli og snilldar félagslíf.
Við vorum að kjósa nýja stjórn skólafélagsins í dag og ég er þokkalega ánægður með hana, Stjórnin sér um 85% af skipulögðu félagslífi skólans og í ár er hún mjög fjölbreytt og ég held hún geti gert góða hluti.
Formaðurinn er reyndar samkynhneigður (svona talandi um endaþarma áðan) en samt enginn flamer, virkielga fínn gaur.
Well, best of luck.