Ég er reyndar ekki á málabraut en þekki marga þar og langaði mikið þangað einu sinni.
Fornmálabrautin í MR er án efa sú besta á Íslandi. Þetta hljómar óskaplega hrokafullt en hlýtur bara að vera staðreynd. Ekki nóg með það að í 5. og 6. bekk er latínukennslan meiri en íslenskukennslan heldur lærirðu líka Forn-Grísku og Fornfræði. Hið síðastnefnda er þó held ég bara á Fornmálabraut 1. Latínukennarnarnir eru víst ótrúlega strangir en ég held að ég getir fullvissað þig um það að þegar þú lýkur námi í skólanum eigirðu líka miklu auðveldara með að læra dótturmál þessa fallega tungumáls en aðrir. ítalska, franska, rúmenska, spænska, portúgalska eru frá Latínu komin auk þess sem mjög mörg orð í ensku eru þaðan.
Þú sem sagt velur um tvær Fornmálabrautir. Í númer eitt er kafað dýpra í hin fornu mál heldur en í númer tvö. Á braut tvö færðu hinsvegar fullt af valfögum og þá geturðu valið einhver spennandi fög sem eru ekki annars kennd. Bæði lögfræði og Stjórnmálafræði eru valfög ef mér skjátlast ekki hraparlega. Ekki láta orðið valfag trufla þig því þetta eru alvöru fög sem þú tekur próf í.
Sögukennslan á fornmálabrautunum er sú sama og á náttúrufræðibrautunum en það er alls ekki neikvætt. Fyrsta árið kafiði djúpt ofan í sögu Forn-Grikkja og Rómverja og á öðru árinu læriði allt um miðöldina, nýöldina og sögu Íslands. Á lokaárinu er ábyggilega eitthvað spennandi líka. Kennslan er gífurlega ströng og eru það engar ýkjur þegar ég segi að þú þurfir að læra hvert einasta nafn í bókinni og hvert einasta ártal.
Það er stór og leiðinlegur misskilningur að það sé verra að fara á Málabraut heldur en á Náttúrufræðibraut. Málabrautirnar(og þá sérstaklega Fornmálabrautirnar) eru ef eitthvað er virðulegri heldur en Náttúrufræðibrautirnar. MR var einu sinni Latínuskóli og enn þann dag í dag er Latínan mikil metin hér. Öll embætti skólafélagsins eru á Latínu og heiti skólans á merki skólans.
Ég mæli því mjög sterklega með Fornmálabraut ef þú vilt auka skilning þinn á þessum fögum sem þú nefndir. Hér er fróðleg síða sem þú getur legið yfir:
http://www.mr.is/jokull/jokull.php?page_id=102040000