Ég veit að þetta er löngu útdauður þráður en ég rakst á hann fyrir tilviljun aftur í dag og langaði að benda þér á smá staðreyndir sem vægast sagt gera lítið úr þeim staðhæfingum sem þú komst með hér fyrir ofan.
Til Flensborgarskólans bárust á þessu vori um 360 umsóknir nýnema og um 150 umsóknir eldri nemenda. Skólinn gat sinnt umsóknum liðlega 180 nýnema og 30 eldri nemenda. Allnokkur hópur fór annað.
En samkvæmt þessu hafnaði skólinn 50% þeirra nýnema sem sóttu um skólavist fyrir komandi vetur og 80% þeirra eldri nemenda sem sóttu um pláss. Þannig að ég myndi telja svo ver að skólinn sé það eftirsóttur miða við stærð að ekki sé hægt að ganga að því vísu að komast þar inn nema með góðar niðurstöður úr prófum grunnskóla (sem reyndar eru ekki mjög marktæk lengur úr því að samræmd próf hafa verið felld úr gildi).