Ég fíla mig æðislega vel í Kvennó og flestir sem eru þar með mér gera það líka.
Það er auðvitað stundum pirrandi að hafa ekkert almennilegt “chill pleis” nema mögulega matsalinn til að hanga á í götum og svona, en í staðinn kemur að maður er 5 mín að rölta yfir á næsta kaffihús.
Andrúmsloftið í skólanum er þægilegt, manni líður vel þar.. Námið er bara temmilega erfitt, ekkert rosalega mikið um próf (samt auðvitað alveg hellingur) og frekar lítið af ritgerðum sem þarf að skila, sem mér finnst allavega æði.
Kennararnir eru flestir yndislegir og sanngjarnir.
Eins og ég segi, helsti gallinn er kannski að það vantar chillpleis en því má svo auðveldlega venjast.
Vona að þetta hafi hjálpað þér eitthvað :)