Las ekki hin svörin, þannig að þetta er líklega komið fram áður. =)
En lýðháskóli er í raun árs frí frá námi. Þú færð ekki beint neitt fyrir þetta (útskrifast ekki sem neitt sérstakt), stundum kallað skóli lífsins því það sem maður græðir á þessu er ótrúleg reynsla, nýtt tungumál og fullt af vinum :D
Það eru til ótrúlega margir mismunandi lýðháskólar, sumir sérhæfa sig í tónlist, aðrir í íþróttum, listum, einhverju öðru eða eru bara bland af öllu. Það er held ég nokkuð sama hvað þig langar að læra, þú getur alltaf fundið lýðháskóla þar sem þú getur gert það. Ég ætla t.d. í lýðháskóla í Noregi, á braut sem heitir Musik og studio. Í sama skóla er t.d. hægt að fara á fótbolta“braut”, köfun, ferðalög, grafísk hönnun og fleira.
Vona að þetta hafi svarað einhverju =) Ég er búin að kynna mér þetta vel, eini ókosturinn sem ég sé er að eins og staðan er í dag er þetta mjög dýrt…
Hello, is there anybody in there?