Ég verð að fá hjálp hér. Ég er í fjarnámi í jarðfræði hjá Páli Imsland og hann er víst með mjög sérstakar áherslur. Sem sagt fyrir síðasta kaflapróf las ég voða vel og taldi mig vel undirbúina en svo kem ég í próf og þá er það ekkert nema 6 ritgerðarspurningar um efni sem ég mundi ekki einu sinni eftir að hafa lesið. En þar sem ég sit ekki í tíma hjá honum hef ég ekki hugmynd um hvað honum finnst vera aðalatriðin í köflunum. Svo ég spyr: Er einhver þarna úti sem að er/var í þessum áfanga hjá honum sem er tilbúinn að deila glósum til mín (þar sem hann setur ekkert inn á námsnetið).
.