Heyrðu já, ég er stödd hérna í MiðAmeríku eða SuðurAmeríku eða whateverthefuck, ásamt DaVinci. Skiptinám er yndislegt. Ég sé líka stundum eftir landavali en ég myndi samt ekki vilja skipta þessari reynslu út fyrir neitt í heiminum.
Þetta er ALLT öðruvísi en ég bjóst við, núna til dæmis er ég bara á brjáluðu djammi allar helgar, sem er, hehe, bara nokkuð nett.
Ég er ekki í neinum íþróttum en ég var ekki í þeim á íslandi heldur, ef ég væri að sækjast eftir því væri það samt örugglega ekkert mál.
Menningin hérna er rosalega ólík því sem ég þekki og því er frekar erfitt að kynnast fólkinu, ég er miklu nánari öðrum skiptinemum heldur en innfæddum. Ég á alveg góða vini héðan líka, en miklu færri heldur en úr AFS. Ég lít samt ekki á það sem slæman hlut, ég er búin að eignast YNDISLEGA vini alls staðar að úr heiminum og það verður ótrúlega gaman seinna meir þegar ég fer að ferðast um heiminn.
Tungumálið, þar ætla ég að vera leiðinleg. Mér var sagt að allir næðu þessu á 3 mánuuðum eeða eitthvað svoleiðis. KJAFTÆÐI. Ég er búin að vera hér í 7 mánuði og ég tala ekki reiprennandi spænsku, og ekki skiptinemavinir mínir heldur. ég tala ágætisspænsku NÚNA, ekki fullkomna, en allt í lagi.
Það er samt auðveldara að komast af án fullkomnar tungumálahæfni en maður heldur. Það er líka eitthvað sem maður lærir óendanlega mikið á.
Ég mæli hiklaust með skiptinámi, þetta er með því besta sem þú getur gert fyrir þig. Endilega, láttu til leiðast og farðu til Spánar, mér líst vel á það ;D
Alltaf þegar ég les bók lekur súkkulaði úr Eiffel turninum.