Ég er viss um að það sé eitthvað af þessu á netinu, en ég útskýri þetta svona, og endilega leiðréttið ef að það er eitthvað vitlaust, mér er alveg sama, þetta er bara internetið og hefur engin áhrif á mig.
Gistilíf
Gistilíf er eiginlega bara þegar einhver „gistir“ hjá hýsli, og það skiptir hýsilinn ekki máli. Svipað og þegar við leyfum vini okkar að gista í sófanum yfir nótt, því að hann græðir á því – fær náttstað, en það skiptir okkur ekki máli þar sem sófinn var auður hvort sem er.
Sníkjulíf
Sníkjulíf er þegar hýsillinn skaðast, og snýkillinn græðir. Svipað og þegar vinur mannst kemur fullur heim til manns um miðja nótt, ælir í rúmið manns og sofnar í baðkarinu.
Samhjálp
Samhjálp er þegar báðir græða. Svipað og þegar maður leyfir vini sínum að gista í sófanum, og fær síðan bjór í staðinn.
Ójöfn Samkeppni
Þegar samlífi óhagstætt annari lífverunni, en hefur ekki áhrif á hina. Svipað og ef maður leyfir vini sínum að gista í sófanum hjá sér, en síðan verður vinurinn veikur af því að sófinn var fullur af ryki.
(Mér finnst þetta neðsta kannski ekki alveg rétt heldur. En endilega bætið við, eða búið til ykkar útgáfur. Ég skrifaði þetta sjálf allaveganna.