MH, MH, MH!
Er þar sjálf og félagslífið, fólkið, andinn, menningin, námið er allt æðislegt. Við erum með 15 eða 16 ráð og embætti fyrir utan sjálfa stjórnina. Það er semsé ekki að ástæðulausu að þetta er kallað ‘Stórfélagið’. Tékkaðu á www.nfmh.is og lestu þér til um þetta.
Borðamenningin er líka mjög krúttleg, ef maður lendir á réttu borði þar að segja. Ég allavega gæti ekki verið sáttari með liðið sem er með mér á borði.
Það er mjög mikið frelsi í náminu, getur hagrætt þessu rosalega mikið eftir eigin smekk.
Ætla að vara þig við samt. Ef að þú ert feimin manneskja er MH ekki sniðugur fyrir þig. Hann er ekki svona staður þar sem þú situr bara og fólkið kemur til þín. Fólk skapar sína eigin gæfu hérna og gerir sjálft sig áberandi, annars verður það bara undir, þetta er náttúrlega svo skuggalega stór skóli. En samt veit maður einhvenvegin hverjir allir eru (mikið slúður í MH, sem er fínt) .
Hef samt heyrt að leiklistardeildin í FG sé virkilega góð. Okkar er það líka, en hún er minni um sig.
Emmháááááá !