Ég fann einhverntíman heldur næs glósur á netinu, googlaðu þetta bara. Annars ættu að vera útskýringar í bókinni þinni? Völuspá er hryllilega auðveld, lestu hana bara, tekur korter.
Ég skil og kann hana, en ef maður miðað við Hávamál og Þrymskviðu þá jú er hún mjög flókin, eins og Atlakviða.
Ég meina bara, það er ekki nokkur óreyndur maður sem getur lesið og skilið Völuspá án hjálpar. Þrymskviða er hinsvegar frekar straightforward og Atlakviða, þó svo að sjaldgæf, gömul orð (Valrautt, einhver orð yfir spjót o.s.frv.) séu notuð þar.
Já já, það er alveg satt. Ég var með alveg uber kennara þegar ég var að læra þetta en mér fannst nú Völuspá allavega skemmtilegri en Hávamálin. Áhuginn gerði kannski það að verkum að mér fannst þetta auðvelt.
Ég fékk skömmustulega lágt á prófi miðað við hvað ég vissi mikið um þetta og hafði áhuga á. Ég fór á bókasafnið og fékk tvær auka bækur, “Tvær Fornar Kviður” hét önnur og sagði mér miklu meira um Atlakviðu - kennarin kenndi kvæðið pretty much eftir henni og notaði hana margoft í dæmum sínum - þannig að ég vissi alveg hvað hann var ða fara að segja áður… en jæja, óheppni á prófum gerist >.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..