Ef ekki sú eina þá a.m.k. sú langbesta. Þú færð ótrúlega mikla latínukennslu á brautinni. Reyndar er svo mikil áhersla lögð á tungumálið að fólk á nýmálabraut lærir hana líka í tvö ár. Einnig lærðirðu fornfræði.
Hérna fyrir neðan geturðu kynnt þér brautirnar nánar. Eins og þú getur séð ertu í 6 tímum í Latínu í viku og 5 tímum í Grísku (grískan er reyndar aðeins í Fornmálabraut 1)
Fornmálabraut 1http://www.mr.is/jokull/jokull.php?page_id=102040000
Fornmálabraut 2http://www.mr.is/jokull/jokull.php?page_id=102050000Bætt við 9. janúar 2009 - 17:35 Ef þú ætlar að verða sagnfræðngur, eins og ég las hérna fyrir ofan, er MR(og þá fornmálabrautin) fullkomin. Sögukennslan er mjög spennandi. Fyrsta árið lærirðu klassísku söguna. Fyrir áramót lærirðu sögu forn-grikkja og eftir jól sögu Rómverja. í fjórða bekk tekur miðöldin og nýöldin við fyrir jól en eftir jól ferðu svo í Íslenska sögu. Ég er ekki viss um afganginn en hann er án efa álíka spennandi.