Mig hefur alltaf ótrúlega mikið langað til þess að verða sálfræðingur en þar sem ég var hrædd um að aðrir yrðu vonsviknir á þeirri ákvörðun hef ég alltaf sagt að mig langi rosalega að verða lögfræðingur og var ég búin að ákveða allt.
Allt var tilbúið og var ég bara að bíða eftir að sá tími kæmi sem ég færi í mentaskóla.
S.s. ætlaði ég í verzló á viðskiptabraut og allt það.
En þar sem ég hef eiginlega tekið þá ákvörðun að stefna frekar á sálfræðina veit ég ekkert hvaða skóla ég ætla í. Allavega ætla ég á félagsfræðibraut.

Svo spurning min er..hvaða skóli mynduð þið telja að væri bestur með félagsfræðibraut?:).
Vinur minn mælir með MK..og annað hef ég ekki heyrt.
Vona bara að þið getið komið mér á réttu braut aftur:)
;)