Ég er í MH, og mér líkar sá skóli vegna þess að þar er áfangakerfi, svo ég ræð námshraðanum alveg sjálf, í hvaða röð ég tek námið og svo hef ég sjálf meira val um hvað ég vil læra en ég myndi hafa í bekkjarkerfi.
Það eru alls konar draugasögur á gangi um að það sé mun erfiðara að kynnast fólki í áfangakerfi en í bekkjarkerfi. Sem er ekki satt, það er mjög auðvelt að kynnast fólki, það tók mig stuttan tíma að kynnast fólki, auk þess sem ég kynnist nýjum furðufuglum á hverri önn, þar sem ég lendi ekki alltaf í tímum með vinum mínum.