Ég bý sjálf í Dk, og er á 1.ári með stúdentin…
Sko, danska kerfið er aðeins öðruvísi. Það kostar ekkert að vera í skóla nema þa að þú þarft að kaupa eitthverjar bækur (Ekki allar) og stílabækur osv.
En til þess að komast inn þarftu sennilega að fara í sprogskóla fyrst til þess að læra dönsku.
En í danmörku er það þannig að það eru 3 týpur af skólum sem þú getur fengið stúdent í það er STX, HTX og HHX. STX = Almen studentereksamen. S.s bara venjulegt stúdentarpróf með nokkrum brautum.
HTX = Höjere tekniske eksamen. S.s Ef að þú ert mikið fyrir tölvur og geðveikt í raungreinum, eða ætlar á línu sem er eitthvað tengd design þá geturu tekið það þar.
Svo er HHX = Höjere Handels eksamen. Sem er svona ef að þú ætlar t.d að reka eigin búð, eða ætlar að verða eittvað í samandi við banka þá er þetta góður skóli.
Þetta tekur 3 ár.
En svo er hægt að taka HF, sem er svona hraðbraut þar sem að það tekur bara 2 ár.
Plús það að hérna þarftu ekki að taka námslán eða eitthvern djöfulin, nei þú færð borgað allt að 3000 dkkr fyrir að vera í skóla ef þú býrð hjá foreldrum þinum og allt að 5000 dkkr ef þú býrð úti ;) Kallast SU.
En sko það er hægt að fá mikið að vita um þetta á
http://www.ug.dk/Uddannelse.aspx?menu_id=UVM-428329Hérna stendur allt um þá kosti sem þú hefur, þetta er að vísu á dönsku en þú ættir að geta lesið þetta á ensku.
Vona að þetta hafi hjálpað eitthvað.