Þetta er mjög persónubundið. Sumum finnst mjög gott að læra með vinum sínum en sumum finnst betra að vera einn. Mér finnst stundum gott að læra með vinum mínum, sérstaklega þegar ég skil námsefnið ekki allveg og þá get ég fengið hjálp frá þeim eða þá hjálpað þeim með eitthvað sem þeir skilja ekki.
Mér finnst samt persónulega aðeins betra að vera ein því ef ég er með vinum mínum á ég það til í að detta bara út í spjall og þá lærir maður nú ekki :) Það sem er mikilvægast er að halda sig frá huga, MSN og facebook og öllu því! Tekur allveg ótrúlegan tíma frá manni og mjög auðvelt að gleyma sér í því. Ég á t.d. að vera að læra og það er einmitt það sem ég er að fara að gera þegar ég er búin að svara þér :)
Ef þú átt mjög erfitt með að einbeita þér og sérð bara aaaalls ekki fram á að geta lært þetta allt þá mæli ég með því að þú setjir þér markmið og verðlaunir þig síðan. T.d. segjum að þú þurfir að lesa 200 bls en þú bara getur ekki byrjað. Þá geturðu hugsað, ok, ég ætla að lesa 50 bls og verðlauna mig svo með því að…gera eitthvað. Fá þér 15 mín hlé frá lærdómi. Síðan lesið aðrar 50 bls. Þetta er stundum gott en gallinn við þetta er samt að eftir hléið þarftu alltaf að byrja aftur og það getur verið soldið erfitt að byrja. Allavegana finnst mér það…finnst ekkert mál að læra þegar ég er byrjuð en ég get verið allveg ótrúlega lengi bara að byrja…sem er mjög slæmt :P Þá geturðu líkað lært helling lengi og verðlaunað þig svo smá eftir það. T.d. lesið allar þessar 200 bls og fengið þá aðeins lengra hlé frá lærdómnum.
Það er líka spurning með að læra fram á nótt. Það er ekki gott að vera lítið sofinn þegar maður fer í próf því einbeitingin þarf að vera á fullu, auk þess, ef þú ferð í próf mjög þreyttur getur verið að þú gleymir helling sem þú hefur verið að læra. Persónulega finnst mér samt betra að fara frekar seint að sofa og læra betur ef mér finnst ég ekki enn kunna námsefnið um kvöldið þegar ég ætti að fara að sofa. Samt sem áður má það ekki fara út í öfgar og ég mæli ekki með því að fara of seint að sofa :)
Þetta er svona það helsta sem mér dettur í hug og það sem ég reyni að nota sjálf.
Vona að þetta hafi hjálpað eitthvað, gangi þér vel að læra ;)
An eye for an eye makes the whole world blind