Það er hægt að finna nokkrar síður á netinu, sem bjóða upp á þá þjónustu, að aðstoða fólk að skipuleggja slíkar ferðir. Sem dæmi má nefna exit. is. Þær á skrifstofunni þar hjálpuðu mér mjög vel og vandlega við ráðstöfun á ferð sem ég fór í, í sumar. Þær hjálpa þér vil t.d. val á skólum, hve lengi (í þessum málaskólum þarna úti er oftast miðað tímabilið við einn mánuð, s.s. 80 kennslustundir) en tímann sjálfann getur þú ákveðið sjálf og ráðstafað honum sjálf. Ég fór í 3 mánuði í sumar og voru skólagjöldin um 275000 miðað við gengið 85kr á hverja evru. Núna er evran hinsvegar um 180 og þá eru skólagjöld fyrir 3 mán. um 580000 ísl.kr. Þannig þú sérð að þessar tölur í dag eru ekki beint freystandi. En hinsvegar ef þú ætlar þér að vera úti í 2-3 mán, þarftu ekki endilega að læra allan tíman, þið getið t.d. ákveðið að taka síðustu vikuna/ vikurnar í að ferðast nokkuð um og skoða svona það helsta sem ekki má missa af, sem ferðamaður.
Btw. Ég var reyndar ekki á spáni, heldur Ítalíu, og ég hefði nú aldrei trúað því að ég myndi ná einhverju miklu í tungumálinu, en í endan þá var ég farin að skilja nánast allt sem sagt var við mig, og getað bjargað mér við svörin.
En eins og staðan í þjóðfélaginu er í dag þá er harla fátt sem mælir með því að fólk sé að reyna að láta þennan draum sinn verða að veruleika. Þið gætuð jafnvel komist í þá erfiðu stöðu að þið getið ekki tekið út af kortunum ykkar í hraðbanka, sem er alls ekki gott þegar að maður er nánast “einn úti í hinum stóra heimi”
En gangi þér annars bara vel, hvaða ákvörðun sem þú tekur þér :)
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann