Er ekki alveg viss hvað fullþáttun er (enda læri ég stærðfræði yfirleitt án þess að vita hvað aðferðirnar heita) en af nafninu að dæma þá er þetta sú aðgerð að þátta 2. eða 3. stigs margliðu niður í margfeldi nokkurra 1. stigs margliða (á einfaldara máli: að taka jöfnu með x^2 eða x^3 og setja í sviga sem eru allir (x +/- eitthvað)).
Ef svo er þá get ég útskýrt þetta, en ef svo er ekki, geturu sagt mér hver er tilgangurinn með þessari aðgerð (hvað þú ert að reyna að finna og út frá hverju) og þá get ég hugsanlega hjálpað.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“