Meðmælandinn stóð sig ekki heldur neitt sérstaklega vel, þetta lið var eiginlega skipað 2 og hálfum ræðumanni og engum liðstjóra.
Liðstjóri FSN gekk augljóslega í hlutverk frummælanda þar sem hann hélt framsögu þar sem hann lagði línur fyrir rökræðu kvöldsins sem varð til þess að Arngrímur gat farið beint í svör og mótrök í sinni framsöguræðu, sem telst ekki rosalega eðlilegt, einnig spurði liðstjóri ræðumenn Hraðbrautar beinna spurninga sem telst heldur ekki viðeigandi í ræðukeppni.
Frummælandinn, Arngrímur, var eini góðu ræðumaðurinn í liðinu, að frátöldum liðstjóranum sem flutti fína framsögu, sem var samt óviðeigandi og á skjön við allar venjur sem þekkjast í Morfís.
Meðmælandinn, Eyjólfur, var svona hálfur ræðumaður, ein skítsæmileg ræða og ein slæm. Silja er ekki athugasemda verð í þessu samhengi.