Eftir því sem ég best veit:
Einkunn=
Fallorð sem stendur með orði og ákveður merkingu þess frekar.
Það er oftast lýsingarorð sem stendur með nafnorði,
t.d. Góði maðurinn hljóp - góði er einkunn.
-dóttir og -sonur geta verið einkunnir
Guðrún Jónsdóttir ropaði - Jónsdóttir er einkunn
Mig minnir að viðurnefni séu líka einkunnir
Eignarfallseinkunn er nafnorð er í eignarfalli sem stendur með orðinu
Dóttir sjóræningjans stóð upp - sjóræningjans er ef.einkunn
Hundur mannsins hnerraði - mannsins er ef.einkunn
Ábending: Það er alltaf hægt að taka einkunn út úr setningu án þess að setningin hætti að vera rétt.
Hávaxna eiginkona mannsins dó.
Eiginkona dó.
- hávaxna og mannsins eru einkunnir.
Sagnfylling=
Sagnfylling er eins og andlag nema bara í nefnifalli. Áhrifslausar og ósjálfstæðar sagnir (t.d vera, verða, heita og þykja) taka með sér sagnfyllingu en ekki andlag. Sf. er oftast no. eða lo.
Ég heiti Gunnólfur - Gunnólfur er sagnfylling því að það stendur í nf. og stendur með áhrifslausu sögninni heiti.
Maðurinn er skrýtinn - Skrýtinn er sf.
Forsetningarliður=
Forsetningarliður er forsetning ásamt fallorðinu (eða fallorðunum) sem forsetningin stýrir fallinu á.
Krían flaug upp í loftið - í loftið er fl., forsetningin í stýrir fallinu á nafnorðinu loftið.
Maðurinn settist á stólinn - á stólinn er fl.
Atviksliður=
Eiginlega bara setningafræðilegt hugtak yfir atviksorð. Reyndar getur atviksliður innihaldið fleiri en eitt atviksorð t.d.
Hún skrifar mjög vel - mjög vel er atviksliður.
Vel flokkast undir atviksorð en ekki lýsingarorð vegna þess að þú getur ekki stigbreytt því - þú segir ekki vel, velara, velast :)
Atviksorð lýsa líka sagnorði á meðan lýsingarorð lýsa fallorði.
Hann teiknar vel - atviksorðið vel er notað til að lýsa sagnorðinu teiknar (þ.e.a.s. teikningarnar eru góðar, hann er það ekki endilega).
Hún syngur vel - atviksorðið vel er notað til að lýsa sagnorðinu syngur.
Hins vegar:
Ísinn er góður - lýsingarorðið góður er notað til að lýsa nafnorðinu ísinn.