Ef allar ræðurnar eru ekki bornar saman við sama hlutinn, er keppnin þá sanngjörn?
Auðvitað verður að hafa eitthvað viðmið. En á þá að gefa 5 fyrir fyrstu ræðu og miða svo allar hinar út frá henni? Það er tóm della.
Auk þess er orsakasamhengið ekki alveg á hreinu hjá þér. Nýliðar eru ekki settir í frummann vegna þess að þeir verða sjaldan ræðuemnn kvöldsins. Frummar verða sjaldan ræðumenn kvöldsins vegna þess að þeir eru oft nýliðar. Það er ekki sami hluturinn.
Þú vilt meina að þú hafir vit á morfís, en ef þú gerir þér ekki grein fyrir því að liðsmenn ræðuliðs gegna mismunandi hlutverkum, en eru allir jafn mikilvægir þá ertu ekki alveg með málið á hreinu.
Dómarinn verður að meta ræður og ræðumenn á jafnréttisgrundvelli, hverja ræðu miðað við þann standard sem hann sem dómari setur í ræðumennsku. Þessi mismunandi standard mismunandi dómara er einmitt ein aðalástæðan fyrir því að dómarasamningar eru oft erfiðir.
Í MH-Borgó keppninni var það mat allra dómaranna að framsaga Borgó væri langbesta ræðan í kenppninni. Það var vissulega áhættusamt hjá þeim að gefa henni svona hátt, en ef þeir hefðu ekki gert það hefðu ræðan og flutningsmaðurinn ekki notið sannmælis.