Þið voruð með leikstjóra sem vann sína vinnu mjög vel, en það hefðu hvaða krakkar sem er getað leikið þetta dæmi - engir sérstakir hæfileikar sem krakkarnir í Austurbæjarskóla höfðu fram yfir aðra.
Bohemian Rhapsody er ekkert smávegis verk og ég held að það þurfi töluvert meiri hæfileika til þess að flytja það (án hjálpar leikstjóra, bara svo það komi fram) en til þess að leika þetta veitingahúsflipp Austurbæinga. Og þar sem Skrekkurinn á nú að vera hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, þá finnst mér svona eðlilegra að verðlauna hæfileikakrakkana úr Hagaskóla en þennan ágæta leikstjóra sem stýrði atriði Austurbæjarskóla.