Þetta snertir ekki mig, heldur vin minn. En ég hef verið að reyna að ráðleggja honum hvað varðar val á skólum/brautum. Aumingja drengurinn veit ekkert hvað hann vill og hefur aldrei vitað.
Þessi strákur er mjög utan við sig oft á tíðum og er með mjög slappa mætingu allsstaðar. Lét reka sig úr skólanum á síðustu önn fyrir hörmulega mætingu og þurfti að vinna heila önn og hann sér mjög eftir því núna en þegar hann ætlar að velja um skóla veit hann ekki neitt hvað hann vill.
Til að byrja með sótti hann um e-rja braut í BHS sem hann verður á meðan hann ákveður sig. (Ef hann fær inn)
Ég vil hjálpa honum með þetta en veit ekki hvað ég á að segja. Ég hef spurt hann um hvað hann hefur áhuga á, hann hefur ekki hugmynd.
Er til e-ð fyrir hann svona áhugamálakönnun eða e-ð slíkt? Svona þar sem hann sér hvar hæfni hans og áhugasvið liggur. Ég er sjálfur í svipuðum vanda en hef þó allavega e-rjar hugmyndir um hvað ég vil.
Hann er allavega í “djúpum skít” ef hann kemst ekki inní skóla þar sem hann var einn af þeim fjölmörgu sem þurftu að víkja úr sínu starfi á síðustu mánuðum.