reglur:
ekkert áfengi á vistinni, hvorki geyma né drekka -> tekiði mjööög hart á því ef að þessar reglur eru brotnar!
Ekki koma fullur á vistina -> ekki tekið hart á þessu, gestir mega ekki koma fullir á vistina, en ef að íbúi kemur fullur heim þá er ekkert verið að gera vesen úr því. þá á maður bara að fara beint inn á herbergið sitt.
Það er læst kl 8 um helgar og 11 á virkum dögum, allir íbúar vistarinnar eru með lykil,
Gestir eiga ekki að vera á vistinni eftir að læst er, nema þeir séu skráðir næturgestir - það er ekki tekið hart á þessu.
Mötuneytið: það er allveg ágætt, mjög misjafnt hvernig fólki finnst maturinn, það er líka alltaf svona salatbar með ávöxtum og svoleiðis, þannig að þótt maður borði ekki það sem er í matinn þá er yfirleitt alltaf eitthvað í salatbarnum sem maður borðar :)
Svo í prófatíðunum eru alltaf bakkelsi í kaffinu :D (venjulega er ristað brauð/pizza á þriðjudögum, ávextir á miðvikudögum og bakkelsi á fimtudögum)
Mér persónulega líkar betur við gömlu vistina, en nýja vistin er mun flottari.
Vona að þetta svari einhverjum spurningum ;)