Skipta má sálfræðinni í tvo flokka. Raunvísindi og hugvísindi.
Lífeðlisleg sálarfræði flokkast t.d. undir raunvísindinn. -Þar vilja menn mæla allt á vísindalegan hátt og í raun og veru margt einfaldað. En þar er sálfræði ekki minni vísindagrein heldur en eðlisfræði, lífræði og fleiri greinar í þeim dúr.
Síðan er það hugvísindinn og þar má nefna t.d. Sálgreininguna sem Freud lagði fram. Þar er sálfræðin ekki 100 % vísindaleg þar sem það er margt sem erfitt er að mæla. T.d. tilfinningar og þá eru settar ýmsar tilgátur fram sem erfitt er að sanna með nokkru móti.
Sálfræðin rembist alltaf við að vera vísindaleg. Og það eru frekar fáir sem gera sér grein fyrir því…margir eru t.d. mjög hissa yfir því að ég sé t.d. að læra um líffræðilega starfsemi tauga og heila í sálfræði. En hugur og heili er svo náskylt fyrirbrygði að ef manneskja ætlar að kunna eitthvað að sér í sálfræði þá verður hún líka að kunna um starfsemi líkamans.
Vildi bara koma þessu fram því mér fannst svar þitt gefa til kynna að þú héldir að í sálfræði væru einungis “huglægar” getgátur um það hvernig fólk hegðar sér. Sálfræði er bara svo miklu, miklu meira en það…
Þó má alltaf deila um það hvort sálfræðinni tekst að vera eins raunvísindaleg og hún reynir að vera -því það er margt sem spilar inn í. Immanuel Kant (minnir mig) hélt því t.d. fram að sálfræðin gæti aldrei verið raunvísindagrein.
An eye for an eye makes the whole world blind