Ég hugsaði akkúrat það sama og þú. Ég hætti við að fara út en svo einn daginn hugsaði ég bara ókei ég á pottþétt eftir að sjá eftir því ef ég fer ekki. Ég ætlaði fyrst að taka allt í fjarnámi til að vera ekki eftir á, en svo hugsaði ég bara að þetta gæti verið eins og frí ár sem margir taka til að safna pening eða hvíla sig, ég fer bara út og læri tungumálið og kynnist menningunni og allt það. So far sé ég ekki eftir því, ég væri ekki til í að þurfa að læra fyrir 2 skóla.
En ef þú vilt alls ekki vera eftir á ættiru svosem að geta tekið fjarnám, en þá hefuru náttla minni tíma til að upplifa allt í landinu sem þú ferð til.