Visir.ishttp://visir.is/article/20080819/FRETTIR01/279883954/0/leit&SearchID=7332773232298
mynd
Menntaskólinn við Hamrahlíð er meðal vinsælustu skóla landsins. MYND/Hrönn
Horfa á myndskeið með frétt
Það þýðir ekkert að slugsast síðasta árið í grunnskóla ef nemendur ætla að komast í vinsælustu menntaskólana. Hundruðum er vísað frá og einkunnirnir svimandi háar.
Lægsta grunnskólaeinkunn nýnema við Verzlunarskólann þetta árið er 8,6. Ásókn nám við skólann, sem sérhæfir sig í verslun og viðskiptum, er gríðarleg, en vísa þurfti 300 umsækjendum frá. Menntaskólinn við Hamrahlíð er einnig vinsæll. Þar var um 200 vísað frá. Þeir nýnemar sem höfðu meðaleinkunnina átta og yfir voru öryggir um skólavist auk þeirra sem búa í nágrenni skólans.
Menntaskólinn í Reykjavík vísaði frá um 30 nemendum en lægsta grunnskólaeinkunn þeirra, sem nú hefja þar nám, er 7,6. Á síðasta ári var sú einkunn átta.
Á fimmtudag verður skólasetning í nýjum Tækniskóla, sem varð til úr sameiningu Iðnskólans og Fjöltækniskólans. Þar er nær fullt í öllum deildum. Mikið er um eldra fólk sem nú snýr aftur til náms í hópi nýnema. Sá áhugi er þakkaður sveigjanlegum námsbrautum við Tækniskólann.